ALGENGAR SPURNINGAR
Við mælum með (ekki nauðsynlegt) að lita og plokka brúnirnar fyrir augabrúna tattoo, og lita augnhár nokkrum dögum fyrir eyeliner tattoo
Þvo hár vel sama dag eða daginn fyrir meðferð
Mætir hrein/n og án farða í meðferðina
- Ekki fara í ræktina, gufu, heitan pott, sund eða sólbað fyrstu 10 dagana eftir meðferð
- Forðast eftir fremsta megni að koma við meðferðar svæðið
- Hreinlæti mjög mikilvægt, þvo hendur og spritta reglulega
- Nákvæmar leiðbeiningar varðandi meðhöndlun sem og eftir meðferðar vörur frá Swiss Color eru gefnar að lokinni fyrstu umferð í meðferð hverju sinni
- Ef að þú hefur komið áður til okkar hjá Varanlegri Fegurð þá greiðir þú eingöngu fyrir skerpingu.
- Ef að þú hefur farið á aðra stofu í varanlega förðun þá er það metið í fyrsta tíma hvort að þörf er á fullri meðferð eða eingöngu skerpingu.
- Deyfikrem er notað við allar meðferðir, og í flestum tilfellum finnur viðkomandi mjög lítið fyrir meðferðinni
- Það má ekki koma í eyeliner meðferð eftir notkun á Rapid Lash. Mælt er með því að bíða í 3-6 mánuði eftir að þeirri meðferð er hætt. Það má framkvæma varanlega förðun á augabrúnir ef Rapid Lash hefur verið notað.
- Nei það má ekki koma í meðferð í augabrúnir né eyeliner ef frunsa er til staðar. Mælt er með fyrir alla að taka frunsulyf nokkrum dögum fyrir meðferð ef þú færð frunsur reglulega.
- Ef þú hefur fengið frunsu áður þá má ekki koma í varanlega förðun á vörum
- Já það má koma í varanlega förðun í samráði við lækni.
- Þar sem tattoo er litun á húðinni, þarf alltaf að lita og plokka hárin
- Fyrsti tími í meðferð tekur lengri tíma, þar sem verið er að móta og teikna upp í samráði við óskir viðskiptavinarins, að hámarki tveir tímar
- Endurkoma tekur að jafnaði um klukkustund
- Hjá Varanlegri Fegurð eru einungis notaðir hágæða litir frá Swiss Color
- Allir litir frá Swiss Color eru viðurkenndir, vottaðir og án allra aukaefna
- Það eru engir málmar í litunum eins og nikkel og iron oxið. Litirnir litabreytast ekki og eru ekki ofnæmisvaldandi
- Við ráðleggjum litaval út frá undirtón húðarinnar hverju sinni, og óskir hvers og eins eru ávallt virtar
- Meta verður hvert gamalt tattoo fyrir sig hverju sinni, í flestum tilfellum er hægt að laga eldri tattoo
- Ef ekki er hægt að laga þá er hægt að fjarlægja eldri tattoo með laser á viðurkenndum stofum
- Það þarf alltaf 2-3 skipti til að fullklára varanlega förðun
- Varanleg förðun er ekki endanleg, það þarf að halda litnum við á ca 12-18 mánaða fresti
- Í gróanda ferlinu þá lýsist liturinn um 30–40%. Þar sem liturinn er settur mjög grunnt í efsta lag húðarinnar, og þarf því alltaf að skerpa litinn í endurkomu
- Varanleg förðun hverfur aldrei úr húðinni en yfirborðið lýsist með tímanum, húðgerð og lífsstíll hvers og eins eru þar ráðandi þættir
- Við mælum með skerpingu á litnum á 12 til 18 mánaða fresti
- Microblade handstykki með hárfínni nál (órafmagnað verkfæri)
- Tattoovél með hárfínni nál (rafmagnað verkfæri)
- Með þessum tækjum eru framkvæmdar eftirfarandi meðferðir:
- Hairstroke – skygging – fylling
- Eyeliner- varalína – heillitun varir
- Flest allir geta nýtt sér meðferðir Varanlegrar Fegurðar, örfáar undantekningar eru varðandi vissa sjúkdóma og barnshafandi konur/konur með barn á brjósti geta ekki komið í meðferðir
- Ef heilsufars vandamál eru til staðar þá ráðleggjum við viðkomandi að ráðfæra sig við lækni eða sérfræðinga okkar áður/þegar tími er pantaður
- Einstaklingar sem gjarnan fá frunsur, þurfa að nálgast frunsulyf hjá lækni fyrir meðferð í varatattoo
- Helsta frábending er ef viðkomandi hefur áður fengið ristil. Þá er í öllum tilfellum mikilvægt að ráðfæra sig við lækni þar sem að meðferðin getur vakið upp sjúkdóminn.
Ofnæmispróf eru framkvæmd ef vafi leikur á um ofnæmi
Form er alltaf teiknað upp og mælt í samráði við viðskiptavin áður en meðferð hefst
- Hjá Varanlegri Fegurð starfa einungis sérfræðingar, sem eru með góða menntun og kennsluréttindi á sviði varanlegrar förðunar
- Sérfræðingar sækja einnig reglulega námskeið erlendis í öllum þeim meðferðum sem boðið er uppá og í nýjustu tækni
- Vottun frá Heilbrigðiseftirliti
- Vottun frá Landlækni
- Hreinlæti er mikilvægur þáttur við allar meðferðir, allt nærumhverfi er sótthreinsað, allar nálar og fylgihlutir fyrir hverja meðferð fyrir sig eru einnota
- Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða tattoo fyrir þá sem eiga rétt á því, gegn greiðslukvittun frá Varanlegri Fegurð
- Kostnaður fyrir hverja meðferð er að finna á verðlista heimasíðunnar
- Greiðslumöguleikar eru allar helstu tegundir greiðslukorta og greiðsludreifing pei – http://pei.is