NÁMSKEIÐ
Námskeið í Varanlegri Förðun með vél
Hægt er að velja um námskeið í varanlegri förðun á vörum, eyeliner og varanlegri förðun á augabrúnir þar sem kennt er á vél.
Námskeið í Varanlegri Förðun með vél eru krefjandi námskeið þar sem kennt er að framkvæma varanlega förðun á varir, augu og augabrúnir. Námið er bæði bóklegt og verklegt og skiptist hvort námskeið í tvær lotur. Fyrsta lotan er frá Föstudegi til Sunnudags, og sú seinni er 6 vikum síðar í einn dag þar sem að nemandi fær til sín tvö módel í endurkomu og tekur próf. Á námskeiðunum er farið í litafræði, frábendingar vegna heilsufars, mikilvægi hreinlætis, kennslu á vinnureglur og vörulínu Swiss-Color, æfingar á skinnum og módelum, og mikilvægi góðrar eftirfylgni við viðskiptavini þína að útskrift lokinni.
Eftirfarandi aðferðir eru kenndar í varanlegri förðun með vél:
Varir: Varalína með skugga og fylltar varir
Eyeliner: Fylling á milli augnhára, efri og neðri augnlína
Augabrúnir námskeið:
Hægt er að velja um að koma á námskeið í Powder Brows tækni, Nano Brows eða Ombre/Combo Brows. En allar þessar aðferðir eru kenndar í sitthvoru lagi og eru þær kenndar með vél.
Leiðbeinandi er Erla Björk Stefánsdóttir en hún er með margra ára reynslu í faginu og er viðurkenndur Master Trainer frá Swiss-Color International.
ENDURMENNTUN
Ert þú nú þegar sérfræðingur í varanlegri förðun og langar til þess að bæta við þig þekkingu og eða starfa með hágæða liti frá Swiss-Color? Eða hefur einfaldlega áhuga á því að kynnast vörunum frá Swiss-Color?
Við bjóðum öllum sérfræðingum að sérhæfa sig í þeirri tækni sem þeir óska eftir og er kennslan sérsniðin eftir hverjum og einum.
Vörulína Swiss-Color er engri lík á markaðnum þegar kemur að varanlegri förðun. Allir litirnar eru lausir við öll aukaefni eins og nikkel, málma og iron oxíð og litabreytast því ekki. Litirnir eru einnig vottaðir af ECHA (european chemical agency) og standast allar kröfur vegna nýrrar reglugerðar REACH.
MICROBLADE NÁMSKEIÐ
Microblade námskeið eru 3 dagar ásamt því að mæta aftur 6 vikum síðar með eina endurkomu, og þá er einnig afhending skírteina. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Á námskeiðinu er farið í litafræði, frábendingar vegna heilsufars, mikilvægi hreinlætis, kennslu á vinnureglur og vörulínu Swiss-Color, æfingar á skinnum og módelum, og mikilvægi góðrar eftirfylgni við viðskiptavini þína að útskrift lokinni. Munurinn á Microblade námskeiði og námskeiði í varanlegri förðun er að Microblade er órafmagnað verkfæri en ekki er unnið með vél.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða aðstöðu til þess að æfa sig á milli lota. Nemendur hafa fullan aðgang að leiðbeinanda allan þann tíma sem æfingar standa yfir ásamt því að fá góða eftirfylgni í lok námskeiða.
Við hjá Varanlegri fegurð leggjum mikla áherslu á faglega og persónulega kennslu í þægilegu umhverfi. Allt efni sem til þarf á námskeiðinu er innifalið ásamt léttum veitingum og hádegismat. Leiðbeinandi námskeiðanna er Erla Björk Stefánsdóttir en hún er með alþjóðleg kennsluréttindi frá Swiss-Color og margra ára reynslu í faginu.