UM OKKUR
VARANLEG FEGURÐ
Varanleg Fegurð sérhæfir sig í varanlegri förðun (örlitameðferð) skerpingu og mótun á náttúrulegan hátt. Aðeins eru notaðar hágæða vörur frá Swiss Color sem eru án allra aukaefna og eru ofnæmisfríar.
Varanleg Fegurð er vottuð af Heilbrigðiseftirlitinu og Landlækni.
SÉRFRÆÐINGARNIR OKKAR
Hjá Varanlegri Fegurð starfa einungis sérfræðingar, sem eru með góða menntun og kennsluréttindi á sviði varanlegrar förðunar og snyrtingu.
Erla Björk Stefánsdóttir
Erla Björk Stefánsdóttir er sérfræðingur og kennari í varanlegri förðun með alþjóðleg kennsluréttindi frá Swiss-Color international. Erla er eigandi Varanlegrar fegurðar og hefur sérhæft sig í öllu því nýjasta sem í boði er á sviði Varanlegrar förðunar og sækir reglulega námskeið erlendis. Erla hefur fengið viðurkenningar á sviði varanlegrar förðunar og hefur meðal annars hlotið 5 stjörnu Master trainer skírteini frá Swiss-Color.
info@varanlegfegurd.is
Kristjana Sunna
Kristjana Sunna sér um skipulagningu námskeiða og sölu- og markaðsmál. Kristjana Sunna er viðskiptafræðingur að mennt.
kristjanasunna@varanlegfegurd.is
Steinunn Margrét
Steinunn útskrifaðist sem sérfræðingur í Varanlegri förðun árið 2019. Steinunn lærði hjá Erlu Björk og býður hún upp á meðferðir í varanlegri förðun á augabrúnum: Microblade, skyggðar augabrúnir og heillitaðar augabrúnir. Steinunn er einnig förðunar-og naglafræðingur að mennt.
info@varanlegfegurd.is